28. apríl, 2009 - 15:44
Fréttir
Svifryk mældist yfir heilsuverndarmörkum í 32 daga á Akureyri á síðasta ári, samkvæmt svifryksmælingum á horni Tryggvabrautar og
Glerárgötu. Leyfilegur hámarksfjöldi slíkra daga var hins vegar 18 dagar. Það sem af er þessu ári hefur svifryk mælst yfir
heilsuverndarmörkum í 9 daga en leyfilegur hámarksfjöldi er 12 dagar.
Á næsta ári verður leyfilegur hámarksfjöldi yfir heilsuverndarmörkum 7 dagar. Nýr svifryksmælir var settur upp á dögunum, við
hlið gamla mælisins en mælingar með nýja mælinum sýna að hann er ekki að sýna réttar niðurstöður. Talið er að
það muni taka einhvern tíma að finna út úr því og staðla mælanna rétt.