Sveitarstjórnir hvattar til að standa fyrir fundum í tilefni kvennafrídagsins

Á fundi samfélags- og mannréttindaráðs Akureyrarbæjar í vikunni var tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem sambandið hvetur sveitarstjórnir landsins til að standa fyrir fundum vikuna 24. til 29. október nk. um stöðu og aðgerðir í jafnréttismálum kynjanna í sveitarfélaginu að áeggjan "Skottanna", regnhlífarsamtaka íslensku kvennahreyfinganna. Tilefnið er að 24. október er íslenski kvennafrídagurinn.

Samfélags- og mannréttindaráð mun standa fyrir fræðslufundi um jafnréttismál fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar þann 24. október nk. Á fundinum var jafnframt lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun samfélags- og mannréttindadeildar fyrir árið 2012. Samfélags- og mannréttindaráð samþykkti framlagða tillögu fyrir sitt leyti og vísaði til bæjarráðs. Jafnframt óskar ráðið eftir því við bæjarráð að til viðbótar fáist kr. 2.000.000 til að framkvæma launakönnun og kr. 5.000.000 til að efla forvarna- og félagsmiðstöðvastarf.

 

Nýjast