Sveitarfélögin greiða 880,5 milljónir fyrir nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík

Tölvumynd af nýju hjúkrunarheimili á Húsavík. mynd/Arkís
Tölvumynd af nýju hjúkrunarheimili á Húsavík. mynd/Arkís

Byggðaráð Norðurþings tók fyrir á dögunum uppfærða kostnaðaráætlun nýs hjúkrunarheimilis, svonefnd KÁ-2, sem er loka uppfærsla kostnaðaráætlunar áður en ráðist verður í útboð á jarðvinnu vegna framkvæmdanna.

Fjármálaráðuneytið f.h. ríkisins og sveitarfélögin sem standa að uppbyggingu hjúkrunarheimilsins þurfa að fjalla um áætlunina og staðfesta hana áður en hægt er að hefja útboðsferlið. Sveitarstjóri fór yfir áætlunina á fundi ráðsins og stöðuna á verkefninu.

Byggðarráð samþykkti framlagða kostnaðaráætlun þar sem hlutur sveitarfélaganna er áætlaður 880,5 milljónir en þar af er hlutur Norðurþings áætlaður um 670 milljónir.


Nýjast