Sveinn Elías og Rakel best í sumar

Sveinn Elías Jónsson í leik með Þór í sumar. Mynd: Þórir Tryggvason.
Sveinn Elías Jónsson í leik með Þór í sumar. Mynd: Þórir Tryggvason.

Sveinn Elías Jónsson og Rakel Hönnudóttir voru kjörin bestu leikmenn meistaraflokks Þórs í knattspyrnu sl. helgi í lokahófi félagsins. Bæði léku þau lykilhlutverk með liðum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir efnilegustu leikmennina og þar voru valinn þau Gísli Páll Helgason og Arna Sif Ásgrímsdóttir. Í 2. flokki voru þau Halldór Orri Hjaltason og Ágústa Kristinsdóttir valin best en þau Lára Einarsdóttir og Orri Sigurjónsson efnilegust.

Nýjast