Sveinn Elías íþróttamaður ársins hjá Þór

Sveinn Elías Jónsson með verðlaunin í kvöld. Mynd: Þórir Tryggvason.
Sveinn Elías Jónsson með verðlaunin í kvöld. Mynd: Þórir Tryggvason.

Knattspyrnumaðurinn Sveinn Elías Jónsson var valinn íþróttamaður ársins hjá Þór fyrir árið 2011 en kjörinu var lýst í Hamri í kvöld. Sveinn lék lykilhlutverk með Þórsliðinu í Pepsi-deildinni í sumar en einnig fór hann með liði sínu í bikarúrslit. Sveinn er vel að titlinum kominn en hann hefur nýverið skrifað undir nýjan samning hjá Þór og mun leika áfram með liðinu í 1. deildinni næsta sumar.

Stefán Karel Torfason var kjörinn körfuboltamaður Þórs, María Steinunn Jóhannesdóttir pílumaður Þórs, Haukur Þór Sigurðsson keilumaður Þórs, Haukur Fannar Möller taekwondo-maður Þórs og Arnór Þorri Þorsteinsson handboltamaður Þórs.

 

Nýjast