Sveinbjörn og Oddur í hópnum gegn Lettum og Austurríki

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið 18 leikmenn til þátttöku í tveimur landsleikjum gegn Lettum og Austurríki sem fram fara í undankeppni EM 2012. Markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson og Oddur Gretarsson leikmenn Akureyrar eru í hópnum. Þá er Akureyringurinn Arnór Þór Gunnarsson einnig valinn í hópinn, en hann leikur með TV Bittenfeld í Þýskalandi. 

Þetta eru síðustu leikir riðilsins og þarf íslenska liðið að sigra báða þessa leiki til þess að komast inn á EM í Serbíu. Jafnframt hafa úrslit í leik Austurríkis og Þýskalands, sem fram fer miðvikudaginn 8. júní, áhrif á niðurstöðu riðilsins.

Íslenska liðið kemur saman í Þýskalandi til undirbúnings sunnudaginn 5.júní. Fyrri leikurinn er gegn Lettum í Lettlandi miðvikudaginn 8. júní kl. 16.35. Liðið kemur svo til Íslands og leikur gegn Austurríki sunnudaginn 12. mars kl. 16.30 í Laugardalshöll.

Hópurinn er eftirfarandi:

Markmenn:
Björgvin Páll Gústavsson, Kadetten
Hreiðar Leví Guðmundsson, Emsdetten
Sveinbjörn Pétursson, AkureyriAðrir leikmenn:
Alexander Petersson, Fücshe Berlin
Arnór Atlason, AG Köbenhavn
Arnór Þór Gunnarsson, TV Bittenfeld
Aron Pálmarsson, Kiel
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannover-Burgdorf
Guðjón Valur Sigursson, Rhein-Neckar Löwen
Ingimundur Ingimundarson, AaB
Oddur Gretarsson, Akureyri
Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK
Ólafur Guðmundsson, FH
Ólafur Stefánsson, Rhein-Neckar Löwen
Róbert Gunnarsson, Rhein-Neckar Löwen
Snorri Steinn Guðjónsson, AG Köbenhavn
Sverre Jakobsson, Groswallstadt
Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf 

Nýjast