Sveinbjörn hetja Akureyringa í Framhúsinu

Sveinbjörn Pétursson markvörður Akureyrar varði á ögurstundu í kvöld.
Sveinbjörn Pétursson markvörður Akureyrar varði á ögurstundu í kvöld.

Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar, var hetja liðsins í kvöld er liðið gerði jafntefli gegn Fram, 29-29, í Framhúsinu í N1-deild karla í handknattleik. Eftir spennandi lokamínútur fékk Fram færi til þess að vinna leikinn á síðustu sekúndu leiksins, en Sveinbjörn varði opið færi frá Stefáni Baldvini Stefánssyni og niðurstaðan jafntefli. Stigið dugir Akureyringum til þess að fara í úrslitakeppnina. Lokaumferð deildarinnar fer fram á föstudaginn kemur og þá tekur Akureyri á móti Val.

Nýjast