Svarta myrkur í Þorpinu í rafmagnsleysi í kvöld

Glerárvirkjun. Mynd: Hörður Geirsson.
Glerárvirkjun. Mynd: Hörður Geirsson.

Svarta myrkur varð í Þorpinu á Akureyri fyrr í kvöld þegar rafmagnslaust varð í um hálfa klukkustund. Rafmagnsleysið teygði sig eitthvað suður fyrir Glerá, því rafmagnslaust var á háskólasvæðinu við Sólborg á sama tíma. Ástæðan er bilun í rafstreng við spennistöðina í Kollugerði. Enn er ekki vitað hvað olli bilun í strengnum en hann er ónýtur við svokallaðan endabúnað.

Nýjast