Sunna og félagar á Heitum fimmtudegi í Ketilhúsinu
Á Heitum fimmtudegi nr. 4 í Ketilhúsinu á Akureyri þann 21. júlí verður jazzpíanódívan Sunna Gunnlaugs með
tríó sitt í eldlínunni á tónleikum, sem hefjast kl. 21:30. Með Sunnu í tríóinu eru þeir Scott McLemore á trommur og
Þorgrími Jónssyni á kontrabassa. Tríóið hefur nýlokið upptöku á nýjum geisladiski og er funheitt um þessar mundir.
Sunna, sem vakið hefur athygli fyrir sinn snjalla píanóleik og lög víða um heim, hún fer með kvartett í Evrópuferð á komandi hausti. Efnisskrá tónleiknna nú er bæði áhugaverð og grípandi. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn, og er almennt miðaverð kr. 2.000, og 1.000 kr. fyrir félaga í Jazzklúbbi Akureyrar. Áskriftarkort gilda. Stuðningsfyrirtæki Jazzklúbbsins til að halda Heita Fimmtudaga eru í ár: Akureyrarstofa, Listasumar á Akureyri, Norðurorka, Menningarráð Eyþings, FÍH, Flugfélag Íslands, Goya Tapas bar, Gula Villan og Sella ehf.