Sundlaugagarður klár í sumar

Tölvuteiknuð mynd af svæðinu. Ofarlega má sjá hvernig nýr sundlaugagarður mun koma til með að líta ú…
Tölvuteiknuð mynd af svæðinu. Ofarlega má sjá hvernig nýr sundlaugagarður mun koma til með að líta út.

Akureyrarbær hefur ákveðið að fara í framkvæmdir við gerð sundlaugagarðs við Sundlaug Akureyrar. Áætlað er að framkvæmdum ljúki í júní í sumar.

Til stendur að útbúa sólbaðsaðstöðu og leiksvæði fyrir börn. Gert er ráð fyrir grænu svæði með gervigrasi sem ætlað er til hinna fjölbreyttu leikja og einnig verða settir upp ærslabelgir, einn stór og annar lítill, auk leiktækja. Þá mun koma upp ný girðing sem á að bæta ásýnd svæðisins. 

Samkvæmt upplýsingum blaðsins kostar framkvæmdin 100 milljónir króna, en inni í þeirri upphæð er girð­ing utan um svæðið en í hana fer stór hluti af fjármagninu.

Nýjast