Sundferð fullorðinna hækkar í 900 krónur

Stakur sundmiði fyrir fullorðna á Akureyri hefur hækkað um 300 kr. á tveimur árum.
Mynd/Þröstur Ern…
Stakur sundmiði fyrir fullorðna á Akureyri hefur hækkað um 300 kr. á tveimur árum. Mynd/Þröstur Ernir.

Í nýrri gjaldskrá Akureyrarbæjar fyrir árið 2017 munu stakir sundmiðar fyrir fullorðna hækka um 150 krónur. Sundmiðinn fer úr 750 kr. í 900 kr. Hann hefur því hækkað um 300 kr. á tveimur árum en stakur miði kostaði 600 kr. árið 2015. Stakir sundmiðar fyrir 67 ára og eldri haldast óbreyttir eða 250 kr. og börn borga áfram 200 kr. Árskort fyrir fullorðna hækkar um 500 krónur og kostar nú 34 þúsund. Þá hækkar sérstakt árskort sem gildir bæði í sund og í Hlíðarfjall um 2.750 kr. og kostar nú 57.750 kr.

Nýjast