03. júní, 2009 - 10:37
Fréttir
Bryndís Rún Hansen, sundkona úr Óðni, vann til þriggja verðlauna í sínum aldursflokki með unglingalandsliði Íslands
á Swimshop Cup í Osló um helgina. Bryndís sigraði í 200 m fjórsundi og 50 m flugsundi og varð önnur í 100 m flugsundi. Bryndís
heldur því áfram að gera góða hluti í sundinu.
Þá setti Sindri Þór Jakobsson Íslandsmet í 200 m flugsundi á Smáþjóðaleikunum sem fara fram þessa dagana í
Kýpur, en Sindri er uppalinn hjá sundfélaginu Óðinn á Akureyri.