Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

Ástralskur kór kemur fram á fyrstu Sumartónleikunum.
Ástralskur kór kemur fram á fyrstu Sumartónleikunum.

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju hefjast sunnudaginn 3. júlí nk. kl. 17:00 en þetta er í 30. sinn sem tónleikaröðin fer fram. Á fyrstu tónleikunum mun ástralski kórinn The Choir of St. Michael’s Grammar School koma fram. Kórinn kemur frá Melbourne og er skipaður 30 söngvurum á aldrinum 12-17 ára, 15 stúlkur og 15 drengir. Söngvararnir eru valdir úr hinum fjórum kórum St. Michael's skólans. Kórinn er núna í sjöundu Evrópuferð sinni og hefur hann komið fram á mörgum helstu tónleikastöðum Evrópu. Aðgangur að Sumartónleikunum er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum í lok tónleika.

Tónleikaröðin heldur svo áfram út júlímánuð. Næstu tónleikar eru eftirafarandi:

10. júlí: Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðluleikari og Dawn Hardwick píanóleikari flytja keltneska tónlis.t
17. júlí: Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona, Hilmar Örn Agnarsson orgelleikari og Elísabet Waage hörpuleikari flytja fjölbreytt sönglög.
24. júlí: Þjóðlagadúettinn Funi, Bára Grímsdóttir og Chris Foster.

 

 

Nýjast