Sumarklassík í Safnahúsinu á Húsavík

Steinunn	Halldórsdóttir, píanóleikari. Ljósmynd: Pétur Jónasson.
Steinunn Halldórsdóttir, píanóleikari. Ljósmynd: Pétur Jónasson.

Sumarklassík í Safnahúsinu á Húsavík er ný tónleikaröð sem tónlistarkonan Lára Sóley Jóhannsdóttir stendur fyrir í samstarfi við Menningarmiðstöð Þingeyinga.

Fyrstu tónleikarnir fóru fram í júlí og voru vel sóttir. Á næstu tónleikum sem fram fara á morgun, miðvikudaginn 3. ágúst, koma fram píanóleikarinn Steinunn Halldórsdóttir, þverflautuleikarinn Adrienne Davis og söngkonan Hólmfríður Benediktsdóttir. Þær eru allar starfandi tónlistarkonur og kennarar í Norðurþingi. Á tónleikunum flytja þær sín uppáhalds verk eftir Mozart, franska tónlist og sönglög eftir Sibelius, Schubert og Þórarinn Guðmundsson.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20 og er miðaverð 2000 kr.

Nýjast