Sumarið með því betra í sögu sundlaugarinnar

Mynd/Þröstur Ernir
Mynd/Þröstur Ernir

„Mér sýnist að aðsóknin í sumar geti verið í öðru eða þriðja sæti í sögu sundlaugarinnar,“ segir Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar um aðsóknina í sumar. Aukning var í komu gesta í sumar frá síðasta ári. Júní var nokkuð góður að sögn Elínar með um 35.000 gesti. Í júlí voru gestirnir 38.500, sem er rúmlega þúsund meira en í júlí í fyrra sem var algjört hrun ár í komu gesta. „Það var ekkert sérstakt veður í júlí í sumar og það hefur alltaf áhrif. Aðsóknin í ár er svipuð og árið 2013. Árið 2014 var algjört toppár en svo kom verulega slæmt sumar í fyrra. En þetta er á uppá við aftur,“ segir Elín. 

Nýjast