Styrkir veittir til ýmissa menningarverkefna á Akureyri

Á fundi stjórnar Akureyrarstofu í síðustu viku var farið yfir umsóknir um styrki úr Menningarsjóði 2009. Alls voru teknar fyrir 45 styrkumsóknir, þar sem óskað var eftir samtals tæpum 12 milljónum króna. Stjórn Akureyrarstofu samþykkti að styrkja 23 verkefni, samtals að upphæð um 1,5 milljónir króna.

Nokkur önnur verkefni stendur til að taka til frekari skoðunar en 14 styrkumsóknum var hafnað. Hæsta styrkinn, 120.000.- krónur, fékk verkefnið List án landamæra á Akureyri en sótt var um styrk upp á rúma eina milljón króna. Eftirtalin verkefni fengu styrk að upphæð 100.000.- krónur. Stórsveitin Orkustöðin áætlar tónleika í apríl nk., yfir sumartímann og þegar nær dregur jólum. Eydís Sigríður Úlfarsdóttir fékk styrk til halda miðnæturtónleika í sumar, í Minjasafnskirkjunni á Akureyri og Lögmannshlíðarkirkju. Bókaútgáfan Tindur fékk styrk vegna útgáfu á bók um sögu Andrésar andar leikanna á Akureyri frá upphafi til 2010. Þá samþykkti stjórn Akureyrarstofu að taka þátt í hönnunarkostnaði við kynningarvef fyrir verslanir á Akureyri "www.shopakureyri.is ", en verkefnið er samstarfsverkefni verslunarmanna, Akureyrarstofu og Stefnu .
Þá fékk Gilfélagið 80.000 krónur í styrk til að standa straum af kostnaði vegna fyrirhugaðs barnastarfs í tengslum við árlega Jónsmessuhátíð í Kjarnaskógi og fyrir smiðju tengda Akureyrarvöku. Fjögur verkefni fengu styrk að upphæð 75.000.- krónur, Erlendur Guðmundsson vegna kostnaðar við uppsetningu mynda og fyrirhugaðrar sýningar á myndum, Kvikmyndaklúbbur Akureyrar vegna ýmissa verkefna en markmið klúbbsins er m.a. að auðga menningarlíf bæjarfélagsins með kvikmyndasýningum á fjölbreyttu efni, Prima - dansfélag MA  til að halda fyrstu danskeppnina utan höfuðborgarsvæðisins og Völuspá útgáfa ehf. vegna útgáfu á Sögu Gagnfræðaskóla Akureyrar.

Nýjast