Nokkur önnur verkefni stendur til að taka til frekari skoðunar en 14 styrkumsóknum var hafnað. Hæsta styrkinn, 120.000.- krónur, fékk verkefnið
List án landamæra á Akureyri en sótt var um
styrk upp á rúma eina milljón króna. Eftirtalin verkefni fengu styrk að upphæð 100.000.- krónur. Stórsveitin Orkustöðin
áætlar tónleika í apríl nk., yfir sumartímann og þegar nær dregur jólum. Eydís Sigríður Úlfarsdóttir
fékk styrk til halda miðnæturtónleika í sumar, í Minjasafnskirkjunni á Akureyri og Lögmannshlíðarkirkju.
Bókaútgáfan Tindur fékk styrk vegna útgáfu á bók um sögu Andrésar andar leikanna á Akureyri frá upphafi til 2010.
Þá samþykkti stjórn Akureyrarstofu að taka þátt í hönnunarkostnaði við kynningarvef fyrir verslanir á Akureyri "www.shopakureyri.is ", en verkefnið er samstarfsverkefni verslunarmanna, Akureyrarstofu og Stefnu .
Þá fékk Gilfélagið 80.000 krónur í styrk til að standa straum af
kostnaði vegna fyrirhugaðs barnastarfs í tengslum við árlega Jónsmessuhátíð í Kjarnaskógi og fyrir smiðju tengda
Akureyrarvöku. Fjögur verkefni fengu styrk að upphæð 75.000.- krónur, Erlendur Guðmundsson vegna kostnaðar við uppsetningu mynda og fyrirhugaðrar
sýningar á myndum, Kvikmyndaklúbbur Akureyrar vegna ýmissa verkefna en markmið klúbbsins er m.a. að auðga menningarlíf
bæjarfélagsins með kvikmyndasýningum á fjölbreyttu efni, Prima - dansfélag MA til að halda fyrstu danskeppnina utan
höfuðborgarsvæðisins og Völuspá útgáfa ehf. vegna útgáfu á Sögu Gagnfræðaskóla Akureyrar.