Styrkir fyrir börn á tekjulágum heimilum

Hlíðarfjall. Mynd/Auðunn Níelsson.
Hlíðarfjall. Mynd/Auðunn Níelsson.

Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt reglur um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021. Þetta er gert til að samræmis sé gætt við úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja til barna frá tekjulágum heimilum til að auka jöfnuð til íþrótta- og tómstundastarfs.

Styrkurinn er allt að 45.000 kr. fyrir hvert barn og skal greiða fyrir lok núverandi skólaárs með börnum fæddum á árunum 2005 til 2014 sem eru með lögheimili á tekjulágum heimilum eða þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars til júlí 2020. Um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir er ræða til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins.

 


Athugasemdir

Nýjast