Stúlkurnar þrjár sluppu vel

Stúlkurnar þrjár sem slösuðust er bíll þeirra fór útaf Súlnavegi á Akureyri í gær, eru ekki lífshættulega slasaðar. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á Sjúkrahúsi Akureyrar fóru tvær stúlknanna í aðgerð í gær vegna beinbrota og mun sú þriðja fara í aðgerð í dag. Stúlkurnar, sem allar eru á sautjánda aldursári, þykja hafa sloppið mjög vel miðað við aðstæður. Ekki er ljóst hvenær hægt verður að útskrifa stúlkurnar af sjúkrahúsinu en það verður væntanlega innan fárra daga.

Eins og við greindum frá í gær missti ökumaður bílsins stjórn á bílnum í lausamöl á Súlnavegi seint að kveldi sunnudags, með þeim afleiðingum að bílinn fór útaf veginum og stakkst inn í moldarbarð.

Nýjast