Stuðningur við at­vinnu- og byggðaþróun skerptur

Bætt hef­ur verið úr ann­mörk­um sem lúta að stuðningi rík­is­ins við at­vinnu- og byggðaþróun að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu sem Rík­is­end­ur­skoðun sendi frá sér í gærkvöld.

„Ríkisendurskoðun ítrekar ekki ábendingar sínar til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis frá árinu 2013, sem lúta að stuðningi ríkisins við atvinnu- og byggðaþróun. Með lögum nr. 69/2015 um byggðaáætlun og sóknaráætlanir var skerpt á markmiðum ríkisins á þessu sviði, auk þess sem skýrar var kveðið á um samráð ráðuneyta á sviði byggðamála, innan hvers landshluta og milli stjórnsýslustiga. Jafnframt fá sveitarstjórnir aukna ábyrgð á sviði byggða- og samfélagsþróunar. Þá skal ráðherra byggðamála leggja fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun til sjö ára í senn,“ segir í tilkynningunni. /epe

Nýjast