20. apríl, 2009 - 19:18
Fréttir
Strætisvagnar Akureyrar munu ekki aka um helgar í sumar, eða frá 1. maí nk. til 31. ágúst. Hermann Jón Tómasson formaður
bæjarráðs Akureyrarbæjar, segir að um nauðsynlega sparnaðaraðgerð sé að ræða.
Verkefnisstjóri hjá Lautinni, athvarfi Rauða krossins á Akureyri, fyrir fólk með geðraskanir, segir þessa skerðingu á þjónustu
Strætisvagna Akureyrar mikið áhyggjuefni fyrir skjólstæðinga sína. Þetta kemur fram á vef RÚV.