Stórtjón í Naustaskóla
Heitt vatn rann um gólf í Naustaskóla á Akureyri og olli umtalsverðum skemmdum á húsgögnum og innréttingum.
Þegar starfsfólk mætti til vinnu í morgun var nokkurra sentimetra djúpt vatn um öll gólf í einni álmu skólans. Heitt vatn hafði af ókunnum ástæðum runnið óhindrað og niðurföll höfðu ekki undan.
Slökkviliðið á Akureyri lauk störfum umklukkan 9 í morgun við að dæla vatni úr húsinu. Ekki er ljóst á þessari stundu um hve mikið tjón er að ræða en ljóst er að það er mikið. Skemmdr eru á innihurðum og körmum sem og á húsgögnum.