Stórt og öflugt kapalskip á Akureyri

Fyrr í dag kom stórt og öflugt skip til hafnar á Akureyri en um er ræða danskt kapalskip sem gert er út af frönskum aðila. Þetta skip hefur verið að yfirfara kapal og legu hans milli Grænlands og St. John á Nýfundnalandi.  

Skipið, sem er um 75 metra langt, liggur við Slippkantinn en það kom til bæjarsins til að láta gera við kapaltromlu hjá Slippnum og er ráðgert að skipið verði á Akureyri í 4 daga.

Nýjast