Stórsveit og æskukraftur á tónleikum í Hofi

Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og félögum úr Ungsveit Sinfóníuhljó…
Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og félögum úr Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands á æfingu.

Það verður mikið um að vera í menningarlífinu á Akureyri um páskana og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Í dag skírdag kl. 16.00, stígur á stokk í Hofi, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt félögum úr Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og selló- og einleikaranum Sæunni Þorsteinsdóttur. Á efnisskránni er Sellókonsert í e-moll eftir Edward Elgar og Sinfónía nr. 5 eftir Dmitri Shostakovich. Sæunn er þekkt fyrir að spila af innlifun, yndisþokka og tæknilegu öryggi. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún þegar skapað sér sess sem einn fremsti sellóleikari okkar Íslendinga og hefur komið fram víða um heim. Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands hefur verið árlegur og mikilvægur þáttur í starfsemi SÍ frá því hún hélt sína fyrstu tónleika árið 2009.

Nýjast