Stórsigur Víkinga gegn Húnum
SA Víkingar áttu ekki í vandræðum með lið Húna í kvöld er liðin mættust í Skautahöllinni á Akureyri á Íslandsmóti karla í íshokkí. Lokatölur urðu 12-1 fyrir Víkinga. Sigurður Sveinn Sigurðsson skoraði fernu fyrir heimamenn, Rúnar Freyr Rúnarsson þrjú mörk og þeir Orri Blöndal, Lars Foder, Björn Jakobsson, Gunnar Darri Sigurðsson og Sigmundur Sveinsson eitt mark. Mark Húna skoraði Richard Tahtinen