Ekki er mikið um leikinn sjálfann að segja því Þórsarar voru einfaldlega mörgum númerum of stórir fyrir gestina í kvöld. Heimamenn spiluðu gríðarlega ákveðið allan tímann, greinilega staðráðnir í því að vinna sem stærstan sigur og það gekk eftir svo um munaði því þegar yfirlauk munaði 74 stigum á liðunum.
Stig Þórsara skoruðu: Konrad Tota 27, Baldur Jónasson 21, Daniel Bandy 18, Óðinn Ásgeirsson 18, Guðmundur Jónsson 15 og aðrir minna.
Nánar verður sagt frá leiknum í Vikudegi nk. fimmtudag ásamt veglegri upphitun fyrir leikinn mikilvæga gegn ÍR á fimmtudagskvöld.