Stórleikur í Kaplakrika í 16-liða úrslitum Eimskipsbikarins

Í dag var dregið í 16-liða úrslit Eimskipsbikar karla þar sem stórleikur verður í Kaplakrika er Íslandsmeistarar FH taka á móti deildarmeisturum Akureyrar. Þessi tvö lið áttust við um Íslandsmeistaratitilinn í vor og komst Akureyri einnig í úrslit bikarsins í fyrra en tapaði þar fyrir Val. Þá sækir KA/Þór lið FH heim í kvennaflokki.

Eimskipsbikar karla:

Afturelding – Grótta
ÍR – Valur
Hörður – Stjarnan 2
FH – Akureyri
Stjarnan – HK
Valur 2 – Fram
ÍBV 2 – HK 2
ÍBV – Haukar

Leikirnir fara fram 13. og 14. nóvember.

Eimskipsbikar kvenna:

Víkingur – Selfoss
Grótta – íR
Afturelding – ÍBV
HK – Fylkir
Haukar – Stjarnan
FH – KA/Þór

Valur og Fram sitja hjá . Leikirnir fara fram 15. og 16. nóvember.

Nýjast