11. ágúst, 2009 - 09:20
Fréttir
Það verður stórslagur á Þórsvellinum í kvöld þegar Þór/KA fær Stjörnuna í heimsókn í Pepsi-
deild kvenna í knattspyrnu. Þrjú stig skilja liðin af fyrir leikinn, Stjarnan er í þriðja sæti deildarinnar með 32 stig en Þór/KA
í fjórða sæti með 29 stig. Eftir glæsilegan útisigur gegn Val í síðustu umferð er Þór/KA í bullandi
toppbaráttu í deildinni. Leikurinn í kvöld hefst
kl. 18:15 og er sem fyrr segir á Þórsvelli.