Stofutónleikar í Davíðshúsi, húsi skáldsins á Akureyri

Á morgun, miðvikudaginn 28. janúar kl 20.00, verða stofutónleikar í Davíðshúsi, Bjarkarstíg 6, Akureyri. Flutt verða tvö kammerverk, annars vegar Kvartett í D dúr fyrir þverflautu, fiðlu, víólu og selló eftir Mozart og hins vegar Strengjakvartett opus 12 í Es dúr eftir Mendelssohn.  

Flytjendur eru Ásdís Arnardóttir selló, Eydís Úlfarsdóttir víóla, Lára Sóley Jóhannsdóttir fiðla, Petrea Óskarsdóttir þverflauta, Valmar Valjaots víóla og Zsuzsanna Bitay fiðla. Vitað er að Davíð Stefánsson unni sígildri tónlist og því kom upp sú hugmynd að efna til tónleika á heimili hans. Davíð var fæddur þann 21. janúar 1895, Mozart  þann 27. janúar 1756 en Mendelssohn þann 3. febrúar 1809 og eru þvi 200 ár liðin frá fæðingu hans á þessu ári. Það er því tilhlýðilegt að efna til afmælishátíðar í Davíðshúsi og flytja stofutónlist í stofu Davíðs Stefánssonar. Aðgangur á tónleikana er ókeypis, en fjöldi gesta takmarkaður við 30.

Nýjast