Stofna á einkahlutafélag um verksmiðjuhúsin á Hjalteyri

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Hörgársveitar var lögð fram tillaga atvinnumálanefndar um stofnun einkahlutafélags um eignarhald og rekstur verksmiðjuhúseignanna á Hjalteyri. Sveitarstjórn samþykkti tillögu atvinnumálanefndar. Jafnframt samþykkti sveitarstjórnin að boða til stofnfundar einkahlutafélagsins 1. desember 2011 á Hjalteyri og að heimilt verði að skrá sveitarfélagið fyrir hlutafé í einkahlutafélaginu að fjárhæð allt að einni milljón króna.

Nýjast