Stöðvar KA Skagamenn í kvöld?
KA-menn fá ærið verkefni í kvöld er liðið fær topplið ÍA í heimsókn á Akureyrarvöll í 1. deild
karla í knattspyrnu kl. 19:00 í tíundu umferð deildarinnar. Skagamenn hafa farið á kostum í sumar. Þeir hafa ekki tapað leik í fyrstu
níu umferðunum, unnið átta og gert eitt jafntefli og eru langefstir í deildinni með 25 stig á toppnum. „Við erum að fara mæta heitasta
liði deildarinnar og það er verðugt verkefni fyrir okkur að takast á við þá,“ segir Gunnlaugur Jónsson þjálfari KA við
Vikudag um leikinn.
„Við stefnum á það að stoppa þá í kvöld, það er ekki spurning,“ segir hann. KA-menn sitja í 10. sæti deildarinnar með tíu stig, sex stigum frá fallsæti og mega því illa við að tapa stigum á heimavelli.
Einn annar leikur fer fram í deildinni í kvöld en Víkingur Ó. og BÍ/Bolungarvík mætast á Ólafsvíkurvelli.