Stöð 2 heimsækir Akureyri um komandi helgi
Fréttastofa Stöðvar 2 beinir sjónum sínum að Akureyri í vikunni og Ísland í dag helgar föstudagsþáttinn höfuðstað Norðurlands. Þá mun Týnda kynslóðin vera undirlögð umfjöllun frá Akureyri á föstudagskvöld. Allir gestir Spurningabombunnar á föstudaginn tengjast svo Akureyri á einhvern hátt. FM 957 hreiðrar um sig á Kaffi Akureyri á föstudeginum þar sem FM 95BLÖ verður í beinni útsendingu. Auðunn Blöndal hefur þá Steinda Jr og Sverri Bergmann sér til fulltingis þar. Um kvöldið verður svo blásið til FM-kvölds á Kaffi Akureyri þar sem Matti Matt, Steindi og Bent taka lagið auk þess sem Heiðar Austmann sér um að þeyta skífum fram eftir kvöldi.
Á laugardaginn verður svo blásið til heljarinnar fjölskylduskemmtunar á Glerártorgi. Þar verður dagskráin á þessa leið:
12:15 Íþróttaálfurinn og Solla stirða
12:45 Rikka reiðir fram kræsingar
12.50 Skoppa og Skrítla
13.30 Ingó töframaður
14.00 Matti Matt
14.20 Steindi og Bent
Bæjarbúar og gestir og eru hvattir til að kíkja á Glerártorgo á laugardaginn á milli kl. 12 og 15.