Stjörnuspá nýja ársins

Fiskarnir 9. febrúar til 20. mars Árið byrjar eins og best verður á kosið fyrir þig. Þú finnur fyrir aukinni orku með hækkandi sól og ákveður að endurnýja eldhúsið eins og makinn þinn er búinn að tuða um lengur en þú vilt muna. Þú finnur gömul Gulli byggir vídeó á youtube og hefst handa við að rífa það gamla. Þar með er orkan búin og þú situr uppi með ekkert eldhús en ekki örvænta, með vorinu eru búið að slaka nægilega á samkomutakmörkunum þannig að þú getur borðað úti það sem eftir er af árinu. Þú munt finna fyrir því að ástin mun blómstra með vorinu og hugleiðir að eiga rómantískt sumar en gerir svo ekkert í því. Ástin kulnar fljótt aftur og verður köld eins og ýsuflak sem hentar þér vel, enda ertu fiskur.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Nýjast