Stjórnsýslunefnd fundaði með fulltrúum hverfisnefnda
Fulltrúar hverfisnefnda voru boðaðir á fund stjórnsýslunefndar Akureyrarbæjar í vikunni til að ræða málefni þeirra. Fulltrúarnir voru frá hverfisnefnd Naustahverfis, Holta- og Hlíðahverfis og Lunda- og Gerðahverfi. Aðrar hverfisnefndir í bænum er óvirkar, þar sem ekki hefur fengist fólk ti að starfa í nefndunum.
Í upphafi fundar kynnti Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri afmælisárs áform um hátíðarhöld á 150 ára afmæli Akureyrar 2012 og óskaði eftir samstarfi við hverfisnefndir um þau. Rætt var um samskipti og samskiptaleiðir milli hverfisnefnda og bæjarins. Af hálfu hverfisnefnda var sérstaklega látin í ljós óánægja með svör framkvæmdadeildar við erindum en að sama skapi þóttu samskipti við skipulagsdeild til fyrirmyndar.