Stjórnmál og kjósendur

Á morgun  flytur Birgir Guðmundsson dósent við hug- og félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri erindi á Félagsvísindatorgi. Hann mun fjalla um það hvernig stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar ná samtali við kjósendur, þegar kjósendurnir geta valið sér gáttir af fjölbreyttu matborði stafrænnar fjölmiðlunar. Erindið ber yfirskriftina: Kjósendur með Ipod í eyrunum - Um könnun á pólitískri boðmiðlun í Noregi og Íslandi. Birgir mun byggja á viðtalsrannsóknum sem hann gerði í Noregi og Íslandi.

Fyrirlesturinn hefst klukkan 12:00

 

 

Nýjast