Stjórnkerfi skóla Akureyrarbæjar til endurskoðunar

Á fundi skólanefndar Akureyrar í gær voru lagðar fram tillögur stýrihóps um stjórnkerfi skóla Akureyrarbæjar. Tillögurnar fela meðal annars í sér að heildstæðir grunnskólar með 400-500 nemendum á aldrinum 6-16 ára verði festir í sessi, unnið verði að sameiningu leikskóla þannig að á hverjum þeirra verði 90-150 börn, hvatt verði til aukinnar teymisvinnu kennara í öllum skólum bæjarins og dreifstýring verði aukin í leikskólum til samræmis við það sem er í grunnskólum. Markmið tillagnanna er að efla faglegt starf innan skóla Akureyrarbæjar. Skólanefnd samþykkti að fresta afgreiðslu á tillögunum til næsta fundar svo tækifæri gefist til frekari skoðunar, kynningar og umræðu.

Tillögurnar eru aðgengilegar á heimasíðu skóladeildar http://skoladeild.akureyri.is

 

Nýjast