Stjórnarmyndunarviðræðum slitið
Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hófust formlega á laugardagsmorgun eftir að ákveðið var að láta á þær reyna á föstudag. Áður höfðu óformlegar þreifingar átt sér stað dögum saman.
Fyrirfram var búist við því að erfiðast yrði að ná saman um Evrópumálin, því var ákveðið að ræða þau síðast. Það kom þó aldrei til þess að þau yrðu rædd þar sem Sjálfstæðisflokkurinn lagðist gegn afturköllun á hluta fiskveiðiheimilda og/eða uppboði á hluta þeirra.