Í Norðausturkjördæmi fékk Framsóknarflokkurinn 5.905 atkvæði og tvö þingmenn, tapar einum, Sjálfstæðisflokkurinn fékk 4.079 og tvö þingmenn, tapar einum, Frjálslyndi flokkurinn fékk 384 atkvæði og engann mann kjörinn, Borgarahreyfingin fékk 690 atkvæði og engann mann frekar en Lýðræðishreyfingin sem fékk 61 atkvæði. Samfylkingin fékk 5.312 atkvæði og þrjá þingmenn, bætir við sig einum og Vinstri hreyfingin grænt framboð er stærsti flokkurinn í kjördæminu, fékk 6.937 atkvæði og þrjá þingmenn, bætir við sig einum.
Steingrímur J. Sigfússon formaður VG er þar með orðinn fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis, aðrir þingmenn flokksins í kjördæminu eru Þuriður Backman og Björn Valur Gíslason, sem kemur nýr á þing. Þingmenn Samfylkingar eru Kristján L. Möller og nýliðarnir Sigmundur Ernir Rúnarsson og Jónína Rós Guðmundsdóttir. Þingmenn Framsóknarflokks eru þeir Birkir Jón Jónsson og Höskuldur Þórhallsson og þingmenn Sjálfstæðisflokks eru Kristján Þór Júlíusson og Tryggvi Þór Herbertsson sem kemur nýr á þing.