27. mars, 2010 - 14:47
Fréttir
Stjórn Eyþings tekur undir sjónarmið Vegagerðarinnar um að Húnavallaleið (Svínavatnsleið) og ný veglína í Skagafirði
verði settar á aðalskipulag viðkomandi sveitarfélaga. Umræddar veglínur leiða til mikilvægrar styttingar á Hringveginum. Stjórnin minnir
á samþykkt frá aðalfundi Eyþings 2009 um að skoðaðir verði ítarlega möguleikar á styttingu Hringvegarins milli Norðaustur- og
Suðvesturlands.