Stjarnan vann KA í karla og kvennaflokki í blaki

Piotr Kempisty var allt í öllu hjá karlaliði KA.
Piotr Kempisty var allt í öllu hjá karlaliði KA.

KA og Stjarnan áttust við í KA-heimilinu í gær í Mikasa-deild karla og kvenna þar sem Stjarnan fór með sigur af hólmi í báðum leikjunum.

Íslandsmeistarar KA eru enn stigalausir í Mikasa-deild karla eftir tap gegn Stjörnunni, 1-3. Leikurinn í KA-heimilinu var hins vegar nokkuð jafn í fyrstu. Stjarnan vann fyrstu tvær hrinurnar naumlega, 25-21 og 25-23. KA vann þriðju hrinuna, 25-22, og fyrsta sigurhrinan hjá þeim á leiktíðinni í höfn. Stjarnan valtaði hins vegar yfir heimamenn í fjórðu hrinunni, 25-8, og Garðbæingar hirtu því stigin þrjú með 3-1 sigri. Fyrrum KA-maðurinn, Hilmar Sigurjónsson, var atkvæðamikill í liði Stjörnunnar og var stigahæstur með 12 stig, ásamt Eiríki Eiríkssyni. Hjá KA var Piotr Kempisty atkvæðamestur með 29 stig. Stjarnan hefur 12 stig á toppi deildarinnar eftir fimm leiki en KA er án stiga á botninum eftir fjóra leiki.

Í kvennaflokki urðu lokatölur, 1-3. Stjarnan vann fyrstu tvær hrinurnar, 18-25 og 17-25, en KA vann þá þriðju örugglega 25-15 og var þetta fyrsta hrinan sem KA vinnur á tímabilinu. Stjarnan vann hins vegar fjórðu hinuna 25-19 og þar með leikinn 3-1. Eva Sigurðardóttir var stigahæst í liði KA með 12 stig en Hjördís Eiríksdóttir var stigahæst í liði Stjörnunnar með 21 stig. KA er því enn á botninum án stiga en Stjarnan hefur sex stig í fimmta sæti.

Nýjast