Stjarnan tryggði sér oddaleik gegn KA

KA mistókst að tryggja sér sæti í úrslitum í dag og verða liðin mætast að nýju.
KA mistókst að tryggja sér sæti í úrslitum í dag og verða liðin mætast að nýju.

KA mátti sætta sig við tap gegn Stjörnunni, 0-3, er liðin mættust í KA-heimilinu í dag í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Mikasa-deildar karla í blaki. Stjarnan jafnaði einvígið í 1-1. Vinna þarf tvo leiki til þess að komast í úrslit og því þurfa liðin að mætast í oddaleik á mánudaginn kemur og fer sá leikur fram í heimavelli Stjörnunnar í Ásgarði. Piotr Kempisty, einn helsti stigaskorari KA-manna, tognaði á læri snemma leiks og lék á hálfum hraða nánast allan leikinn og munaði um minna fyrir norðanmenn.

„Piotr var aðeins á annarri löppinni mest allan tímann og það fór eiginlega með þetta hjá okkur,“ sagði Davíð Búi Halldórsson, fyrirliði KA, eftir leikinn. Vonir standa til að Piotr verði klár í slaginn í oddaleikinn á mánudaginn kemur.

Nýjast