Stjarnan lagði Þór/KA að velli

Stjarnan færðist nær Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu með 2:0 sigri gegn Þór/KA í kvöld í fyrsta leiknum í 14. umferð deildarinnar. Ashley Bares og Hugrún Elvarsdóttir skoruðu mörk Stjörnunnar í leiknum. Stjarnan hefur nú 39 stig á toppnum, tíu stigum meira en Valur sem er í öðru sæti en á leik til góða. Þór/KA er áfram í fjórða sæti með 23 stig.

Nýjast