Sterkur útisigur hjá Þór/KA

Þór/KA vann afar sterkan útisigur gegn Breiðabliki í kvöld í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. Lokatölur á Kópavogsvelli urðu 2:4. Manya Makoski skoraði tvívegis fyrir Þór/KA í leiknum og þær Mateja Zver og Sandra María Jessen sitt markið hvor. Bæði mörk Breiðabliks skoraði Fanndís Friðriksdóttir. Eftir slæmt gengi í síðustu leikjum virðist Þór/KA vera búið að finna beinu brautina og hefur nú unnið tvo leiki í röð

Þór/KA styrkti stöðu sína í fjórða sætinu með sigrinum og er nú komið með 12 stig, en Breiðablik er áfram í sjötta sæti með sjö stig. Þá er leik ÍBV og Grindavík einnig lokið með 2:1 sigri Eyjastúlkna á Hásteinsvelli. Sjöunda umferðin klárast í kvöld en þrír leikir eru nú í gangi.

Nýjast