Stekkjarstaur kom fyrstur- Alla skó í glugga!

Stekkjarstaur er kominn til byggða!            Mynd RBJ
Stekkjarstaur er kominn til byggða! Mynd RBJ

Líklegt verður að telja að landsmenn gangi venju fremur snemma til hvilu í kvöld og fram til jóla.  Fyrsti jólasveininn  mætti  til ..leiks“ s.l. nótt, og svo vo koma bræður hans í kjölfarið hver af öðrum og  að endingu er það uppáhald  þess sem hér pikkar á lyklaboðið eða Kertasníkir sem kemur til byggða þann 24 des.  ! 

En Stekkjarstaur sem hann Jóhannes út Kötlum lýsti með þessum hætti kom fyrstur.

Stekkjastaur kom fyrstur, 
stinnur eins og tré. 
Hann laumaðist í fjárhúsin 
og lék á bóndans fé. 

Hann vildi sjúga ærnar, 
-þá varð þeim ekki um sel, 
því greyið hafði staurfætur, 
-það gekk nú ekki vel.

Maður hefur séð skemmtilegri persónulýsingu en margt bendir til þess að Stekkjarstaur hafi tekið sig taki og látið af þeim ósið að herja á saklaust sauðfé og einbeiti sér frekar að því að  gefa gott í skóinn nú eða kartöflu hafi eitthvað komið upp á sem ekki þótti til fyrirmyndar. 

Sem sagt snemma í háttinn!


Athugasemdir

Nýjast