Steingrímur er forseti Alþingis
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi var kjörinn forseti Alþingis nú síðdegis. Steingrímur er aldursforseti þingsins og því hóf hóf hann daginn sem þingforseti áður en kosið var en hann settist fyrst á þing árið 1983.
Alls greiddu 60 þingmenn atkvæði með því að Steingrímur yrði forseti Alþingis, en hann var einn í framboði til embættisins.
Sex varaforsetar voru kjörnir: Þórunn Egilsdóttir, Birgir Ármannsson, Jón Þór Ólafsson, Valgerður Gunnarsdóttir, Jóna Sólveig Elínardóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir.