„Við munum ekki gefa eftir með þessar kröfur því stórir hópar okkar félagsmanna munu ekki fá það sama og búið er
að semja um á almenna vinnumarkaðinum. Hjá okkur eru stórir hópar skólaliða og leikskólastarfsmanna ásamt ýmsum öðrum sem
þetta hefur mikil áhrif á. Þeir yngstu fá mest og við erum ekki á móti því, en staðreyndin er sú að um 80%
félagsmanna sem vinna eftir þessum samningi fá minni hækkanir en aðrir. Með þessu áframhaldi stefnir allt í verkfallsaðgerðir í
haust,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Einingar Iðju.
Björn er þarna að visa til þeierra stöðu sem komin er upp í samningamálum við sveitarfélögin í landinu. Eining Iðja var
með fundi í gær bæði á Akuryeri og Siglufirði og kom þar fram mikli smstaða í málinu. Sjá einnig
hér