Stefán og Dagur sigruðu í fimmgangi

Stefán Friðgeirsson hampar bikarnum fyrir sigurinn í fimmgangi.
Stefán Friðgeirsson hampar bikarnum fyrir sigurinn í fimmgangi.

Fimmgangur KEA mótaraðarinnar var haldinn í Top-Reiter höllinni á Akureyri í gærkvöld. Fimmgangurinn var annnað mótið af fimm í mótaröðinni. Alls tóku 26 hross þátt og var keppnin skemmtileg fyrir áhorfendur. Inn í A-úrslit fór efstur Baldvin Ari Guðlaugsson á Jökli frá Efri-Rauðalæk með einkunnina 6,63. Næstu knapar komu örlítið neðar. Stefán Friðgeirsson var annar á hinum margreinda Degi frá Strandarhöfði með einkunnina 6,37. Þar næst Linnéa Kristín Brofeldt á Möttli frá Torfunesi með 6,27. Fjórði var Vignir Sigurðsson á Spóa frá Litlu-Brekku með 6,17. Upp úr B-úrslitum komst síðan Höskuldur Jónsson á Þokka frá Sámsstöðum.

Í A-úrslitunum tók Stefán Friðgeirsson strax forystu og hélt henni allt til loka þó að Baldvin Ari Guðlaugsson hafi saxað nokkuð á hann þegar líða tók á úrslitin. Segja má að þeir tveir hafi verið í ákveðnum sérflokki í úrslitunum og aðeins spurning hvor þeirra myndi hreppa efsta sætið. Stefán og Dagur riðu úrslitin af miklu öryggi og gerðu engin mistök.

Í heildarstigakeppninni hefur Baldvin Ari enn forystu og er nú með 18 stig. Næstur kemur Stefán Friðgeirsson með 14, þá Linnéa Kristín með 12 stig og Líney María með 11.

 A-úrslit:

Stefán Friðgeirsson og Dagur frá Strandarhöfði 7,14

Baldvin Ari Guðlaugsson og Jökull frá Efri-Rauðalæk   7,00

Linnéa Kristin Brofeldt og Möttull frá Torfunesi      6,33

Vignir Sigurðsson og Spói frá Litlu-Brekkur     6,19

Höskuldur Jónsson og Þokki frá Sámsstöðum       6,17

B-úrslit:

Höskuldur Jónsson og Þokki frá Sámsstöðum       6,21

Líney María Hjálmarsdóttir og Gola frá Ólafsfirði     6,14

Þorbjörn Hr. Matthíasson og Styrkur frá Hólshúsum     5,90

Helga Árnadóttir og Trú frá Árdal   5.83

Sæmundur Sæmundsson og Fatíma frá Mið-Seli      5,81

 Staðan í heildarstigakeppninni:

1. Baldvin Ari Guðlaugsson    18 stig

2. Stefán Friðgeirsson 14 stig

3. Linnéa Kristín Brofeldt    12 stig

4. Líney María Hjálmarsdóttir       11 stig

5. Viðar Bragason       8 stig

6.-7. Vignir Sigurðsson       6 stig

6.-7. Þorvar Þorsteinsson     6 stig

8. Höskuldur Jónsson    5 stig

9. Helga Árnadóttir     4 stig

10.-11. Elvar Einarsson       3 stig

10.-11. Þorbjörn Hr. Matthíasson    3 stig

12.-13. Guðmundur Karl Tryggvason  1 stig

12.-13. Sæmundur Sæmundsson   1 stig

 

 

 

Nýjast