Stefán Hrafnsson tryggði SA sigur gegn SR í kvöld

Skautafélag Akureyrar hafði betur gegn Skautafélagi Reykjavíkur, 5:4, er liðin mættust í kvöld í Skautahöllinni í Laugardal á Íslandsmótinu í íshokkí karla. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn, 4:4, og því þurfti að framlengja leikinn. Þar reyndist Stefán Hrafnsson hetja SA er hann tryggði SA sigurinn með svokölluðu „gullmarki” þegar rétt ein mínúta var liðin af framlengingunni. SA hefur þar með minnkað forskot SR á toppi deildarinnar niður í fimm stig, en SR hefur 19 stig á toppnum en SA 14 stig í öðru sæti deildarinnar en á leik til góða.

Nýjast