Stefán Akstursíþróttamaður ársins árið 2011

Stefán Bjarnhéðinsson með verðlaunin.
Stefán Bjarnhéðinsson með verðlaunin.

„Þetta kom nú skemmtilega á óvart þrátt fyrir að ég hafi átt gott sumar,“ segir Stefán Bjarnhéðinsson, meðlimur í Bílaklúbbi Akureyrar, sem var krýndur Akstursíþróttamaður ársins í lokahófi Akstursíþróttanefndar ÍSÍ/LÍA á dögunum. Stefán varð í ár Íslandsmeistari í götubílaflokki í torfæru og í jeppaflokki í sandspyrnu, ásamt því að hafa í ár margsinnis bætt Íslandsmet sitt í sandspyrnu.

Þetta er í fysta sinn sem Stefán hlýtur þessa nafnbót. Stefán keppti fyrst í mótorsporti árið 1987 en tók sér svo góða pásu frá keppni og sinnti keppnishaldi í mörg ár. Hann settist svo aftur undir stýri að nýju árið 2007 með góðum árangri.

„Ég sé auðvitað ekki eftir þeirri ákvörðun og ætla mér að halda áfram næstu árin. Það er ekkert hægt að hætta þegar maður hefur fengið svona nafnbót. Það ætla ansi margir að skáka mér næsta sumar og menn eru farnir að tjúnna bílana upp í bílskúrnum nú þegar. Þannig að það verður áskorun að verja þessa titla,“ segir Stefán léttur í bragði.

Nýjast