Starfsfólk flyst frá Þjóðskrá yfir til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar

Hafnarstræti 107  Mynd  gn
Hafnarstræti 107 Mynd gn

Þjóðskrá lokar starfsemi sinni á Akureyri 1. september næstkomandi en starfsfólk sem áður var við störf á vegum stofnunarinnar flyst yfir til annarrar ríkisstofnunar, Húsnæðis- og mannvirkjasviðs.

Hildur Ragnars forstjóri Þjóðskrár segir að starfsfólkið norðan heiða hafi verið við störf í fasteignahluta Þjóðskrár en hann hafi verið fluttur yfir til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

„Þessi starfsemi verður áfram fyrir norðan, starfsfólkið sinnir sínum störfum en fyrir aðra ríkisstofnun,“ segir Hildur. Þjóðskrá rak einnig þjónustuver fyrir norðan og starfsemi þess verður þar áfram. Alls störfuðu 16 manns hjá Þjóðskrá á Akureyri, nú Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Starfsemi fer fram í húsnæði við Hafnarstræti 107 í miðbæ Akureyrar.


Athugasemdir

Nýjast