Valtýr segir að markmiðið sé að gera samstarf sveitarfélaga í Eyjafirði skilvirkara og einfaldara. Hann segir að samstarf sveitarfélaga hafi verið orðið all umfangsmikið og flókið og því hafi menn viljað breyta. Í skýrslunni kemur fram tillaga um að skipta samstarfsverkefnum sem áður voru hjá héraðsnefnd þannig að hluti þeirra yrði færður inn í sjálfstæð fyrirtæki, hluti verkefna yrði unnin samkvæmt þjónustusamningi og á það einkum við um smærri samstarfsverkefni sveitarfélaganna og loks má nefna að lagt er til að stofnaður verði eins konar samstarfsvettvangur sveitarfélaga í Eyjafirði.
Þegar er búið að færa hluta af fyrrum verkefnum nefndarinnar yfir í sjálfstæð félög, m.a. varð Sorpsamlag Eyjafjarðar að Flokkun svo dæmi sé tekið. Þá nefnir Valtýr að Minjasafn Akureyrar sem áður var uppi á nefndarinnar geri nú þjónustusamninga við hvert og eitt sveitarfélag í héraðinu. Þau verkefni sem eftir eru á vegum Héraðsnefndar verður fyrir komið hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og væntanlega verður tekin formleg ákvörðun um flutning þeirra á næsta aðalfundi félagsins. Svæðisskipulag Eyjafjarðar var eitt stærsta verkefnið sem enn var á unnið að á vegum héraðsnefndar og mun þá væntanlega flytjast yfir til Atvinnuþróunarfélagsins næsta sumar.